28.02.2016 19:54

Dómaranámskeið Mánudaginn 29.sept ´16

"Oft er þörf á aðstoð en NÚ er NAUÐSYN!!!! Helgina 11.-13.mars mun Nes ásamt ÍF halda Íslandsmót í Sundi, Lyftingum og Boccia hér í Reykjanesbæ. Í tengslum við það vantar okkur sjálfboðaliða til að gerast Dómarar í Boccia á laugardeginum og sunnudeginum þessa umræddu helgi. Ef þú eða þið vitið um einhver sem hefur réttindi til að dæma í boccia og viljið hjálpa endilega látið okkur vit...a sem FYRST. En ef þið viljið hjálpa en hafið ekki dómararéttindi að þá verður haldið dómaranámskeið í íþróttahúsinu á Sunnubraut á MORGUN mánudag kl.19:00-21:00. Allir sem vettlingi geta valdið látið ALLA vita af þessu. Með fyrirfram þökk og vinsemd kveðja Stjórn NES

02.02.2016 12:40

Dómaranámskeið í Boccia frestast!

ATH! Dómaranámskeið í Boccia sem var fyrirhugað að halda í kvöld 2.febrúar kl.18.00 FRESTAST ...ný dagsetning á dómaranámskeiði verður auglýst síðar.
kveðja
Stjórn NES

23.12.2015 12:30

Rausnalegur styrkur til NES

Íþróttafélagið okkar Nes fékk í gærkvöldi peningaupphæð að fjárhæð kr.300.000,- frá Kristínu Erlu Guðmundsdóttur. Hún fagnaði 70 árum þann 13.desember sl. en hún afþakkaði gjafir en vildi af því tilefni færa Íþróttafélaginu Nes ofangreinda peningaupphæð, sem safnaðist í afmælisveislunni. Upphæð þessi fer í Styrktarsjóð Nes og Skötumessunar. En þangað geta iðkendur leitað eftir styrk þegar þeir taka þátt í alþjóðlegri íþróttakeppni á vegum Íþróttasambands Íslands og Special Olympics. Við þökkum enn og aftur Kristínu fyrir þennan rausnarlega styrk.

 

 

http://www.vf.is/mannlif/-veittu-samfelagsstyrki-i-minningu-latins-sonar/68609

23.12.2015 08:57

Jólakveðja

Íþróttafélagið Nes sendir öllum iðkendum sínum, aðstandendum, þjálfurum, styrktaraðilum og öðrum velunnurum félagsins bestu óskir um gleðiríka jólahátíð og velfarnaðar á komandi ári. Takk fyrir stuðninginn á árinu sem er að líða......

.....Minnum á að þann 29.des´15 næstkomandi verður haldið jólamót Nes í sundi (nánar auglýst þegar nær dregur) en fyrir utan það að þá er Nes komið í jólafrí og hefjast æfingar að nýju skv. dagskrá mánudaginn 4.janúar.
Kær jólakveðja
Stjórn Nes

 
  • 1
Flettingar í dag: 25
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 41
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 231096
Samtals gestir: 50419
Tölur uppfærðar: 9.12.2016 05:34:01