18.01.2012 21:47

Ótitlað

Loksins komnar inn myndir af NÝÁRSMÓTINU sem ÍF hélt þann 8.janúar síðastliðinn (sjá myndaalbúm). Þetta var barna- og unglingamót, fyrir 17 ára og yngri, sem er haldið alltaf árlega í Laugardalslauginni. Í ár sló NES öll fyrri mætingarmet því 11 krakkar mættu galvösk til leiks og kepptu fyrir hönd NES. Þessir flottu sundgarpar stóðu sig öll rosalega vel og voru mörg hver að stíga sín fyrstu spor í því að keppa á svona stóru móti. Svo þetta var stór stund. Við hjá NES megum vera mjög hreykin af þessum flottu krökkum sem eiga svo sannarlega framtíðina fyrir sér. ÁFRAM NES

Flettingar í dag: 36
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 51
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 345719
Samtals gestir: 80658
Tölur uppfærðar: 4.4.2020 23:52:35