23.01.2012 22:30

Ótitlað

Flottar æfingar að baki hjá NES þennan fallega mánudag og vikan bara rétt að byrja. Nemendur úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja mættu á svæðið og eru þjálfarar búnir að raða þeim niður á allar æfingar, afar ánægulegt. Þessir flottu nemendur verða iðkendum hjá NES til halds og trausts á æfingum næstu mánuði, flott mál. Það var afar ánægjulegt að sjá hve margir iðkendur mættu á sundæfingu á Sunnubraut, Vatnaveröldina. Gaman að segja frá því að sundið er að taka alveg svakalega kipp hjá okkur sem er bara gott mál. Viljum þó minna á að það er alltaf pláss fyrir fleiri að koma á ALLAR ÆFINGAR, yngri sem eldri. Það er svo gaman að hitta ykkur flotta fólk.
Flettingar í dag: 30
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 59
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 345810
Samtals gestir: 80699
Tölur uppfærðar: 6.4.2020 21:03:10