13.04.2012 08:46

Mátun á nýja gallanum.

Kæru iðkendur og aðstanendur.

Eins og þið sjáið erum við að fara í nýjan galla og boli fyrir NES. Henson ætlar að vera okkur innan handar með galla og boli að þessu sinni.  Þá er líka betra að bæta inn annað hvort heilum galla eða panta aukalega buxur, peysu eða bol.

Við getum sagt með stolti að VERÐIÐ MUN KOMA ÖLLUM Á ÓVART þar sem við erum búnar að vera duglegar að ná okkur í styrktaraðila.

Alla næstu viku eða vikuna 16 - 20 apríl munum við verða með galla og boli til mátunar á öllum æfingum og tökum niður pantanir í leiðinni.

Eins og þið sjáið þá stendur til boða fyrir aðstanendur og aðra velunnara að festa kaup á flottum bolum og sýna þannig stuðning er við erum á mótum að horfa á okkar iðkendur úr NES.

Endilega látið berast svo allir okkar iðkendur frá 6 ára og upp úr fá nýjan galla.

kv stjórnin.
Flettingar í dag: 30
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 51
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 345713
Samtals gestir: 80658
Tölur uppfærðar: 4.4.2020 23:14:09