18.12.2013 23:17

Upplýsingar um Íslandsmót ÍF 2014

 

Boccia, borðtennis og lyftingar

Í tilefni 40 ára afmælis íþróttafélagsins Akurs á Akureyri á næsta ári  mun Íslandsmót ÍF 2014  í boccia sveitakeppni, borðtennis og lyftingum verða í umsjón íþróttafélagsins Akurs og fara fram á Akureyri.  Mótið hefst á föstudagsmorgni 11. apríl og lýkur með lokahófi á laugardagskvöldi 12. apríl 2014, nánari tímasetningar koma síðar.

Borðtennis verður í höndum borðtennisdeildar Akurs en lyftingar í umsjá Kraftlyftingafélags Akureyrar .

Umsjón bocciamóts í samvinnu við boccianefnd ÍF verður í höndum Hængsmanna sem ætla að samtengja Hængsmót við Íslandsmót ÍF í tilefni 40 ára afmælisárs Akurs.

 

Sund

Íslandsmót í  50 m sundgreinum verður í Laugardalslaug laugardaginn 12 og sunnudaginn 13. apríl 20

Frjálsar íþróttir

Íslandsmót í frjálsum íþróttum verður í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal, laugardaginn 5. apríl kl. 13.00 – 17.00

Flettingar í dag: 21
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 58
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 333609
Samtals gestir: 77481
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 02:21:23