20.12.2013 08:45

FRÁBÆRT Í JÓLAGJÖF.

Sæl öll

 

Bláa Lónið veitti Nes styrk í haust í formi aðgangskorta í Bláa Lónið sem gilda í 1 ár frá útgáfu kortsins.  Nes hefur ákveðið að bjóða þessi kort til kaups.  Það virkar þannig að ef kortið er keypt t.d. 20. desember 2013 þá gildir það til 20. desember 2014.  Það ber hins vegar að athuga að um vetrarkort að ræða sem virkar þannig að að ekki er hægt að nota kortið í júní, júli og ágúst.  Um er að ræða bæði einstaklingskort og fjölskyldukort.  Einstaklingskortin eru að andvirði kr. 15.000.- (1 fullorðinn og 2 börn undir 16 ára). Fjölskyldukortin eru að andvirði kr. 20.000.-  (2 fullorðnir og 2 börn undir 16 ára).  Nes ætlar hins vegar að veita 20% afslátt af kortunum fram að áramótum þannig að einstaklingskortin eru að andvirði kr. 12.000.- og fjölskyldukortin eru að andvirði kr. 16.000.-.

 

Áhugasamir eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við Gumma Sig formann Nes í síma 843-0220.

 

Kveðja

Stjórn Nes

Flettingar í dag: 407
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 127
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 333394
Samtals gestir: 77397
Tölur uppfærðar: 6.12.2019 19:32:21