10.06.2014 22:25

Frábært Lokahóf hjá Nes- sumarfrí

Takk innilega fyrir FRÁBÆRT lokahóf kæru Nes-arar, aðstandendur, þjálfarar, stjórn og allir velunnarar Nes. Það var alveg frábært að sjá og upplifa hversu margir sáu sér fært um að vera með okkur í kvöld og meira segja sólin lét sig ekki vanta. Við óskum verðlaunahöfum innilega til hamingju með sín verðlaun og viðurkenningar en minnum einnig á að mesti sigurinn er að vera með og taka þátt !!! Það eigið þið öll kæru Nes-arar mikið hrós fyrir, þið gerir Nes að því sem það er. Þið eruð frábær, öll sem eitt! Þess má einnig geta að í kvöld náði Nes merkum áfanga að hljóta viðurkenningu ÍSÍ sem fyrirmyndarfélag að nýju. Við fögnum því innilega og erum afar stolt af okkar flotta félagi, Áfram Nes. Með þessum orðum lýsum við því að sumarfrí hjá Nes er hafið....
.....Verðum í bandi við ykkur hérna á facebook í sumar ef eitthvað kemur upp. Að öllu óbreyttu hefjast æfingar að nýju í ágúst, um svipað leyti og grunnskólarnir byrja (nánar auglýst síðar). Hafið það extra gott í sumar
Sumarkveðja
Stjórn Nes

Flettingar í dag: 43
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 49
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 345959
Samtals gestir: 80765
Tölur uppfærðar: 9.4.2020 04:25:21