29.07.2014 11:22

Styrkur til Nes

 

Þann 16. júlí sl. var haldin Skötumessa að sumri í Garðinum venju samkvæmt og tókst hún vonum framar. Frábær skemmtiatriði, góður matur og veittir styrkir til margra aðila. Nes vill hér nota tækifærið og þakka kærlega fyrir stuðninginn sem Nes fékk en Skötumessan styrkti ferðasjóð Nes um sem nemur 150.000 krónur. En að auki ákvað fyrirtækið Áfangar ehf að styrkja Nes einnig við sama tækifæri um 100.000 krónur og nam styrkurinn sem Nes fékk umrætt sinn því 250.000 krónum. Aldeilis frábært og þakkar Nes forráðamönnum Skötumessunnar og þeim Hjördísi og Smára hjá Áföngum ehf kærlega fyrir veittan stuðning.

Flettingar í dag: 162
Gestir í dag: 77
Flettingar í gær: 136
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 379002
Samtals gestir: 89983
Tölur uppfærðar: 20.10.2020 16:47:31