Færslur: 2015 Nóvember

09.11.2015 20:48

Frábær árangur hjá NES í sundi og Íslandsmet!!!

Sundsnillingarnir okkar í NES voru á Íslandsmóti ÍF í 25m laug um síðustu helgi og stóðu sig með eindæmum vel ....medalíur hjá flestum og margir að bæta tímana sína. Þetta voru þau Heiðrún Eva, Kristlaug Lilja, Ingólfur Már, Linda Björg, Ingibjörg Fríða, Róbert Salvar, Ástrós María, Már, Leó Austmann, Alexander, Óskar og Jósef. Innilega til hamingju öll sem eitt. Erum stolt af ykkur!! En þess ber einnig að geta að einn úr þessum flotta hópi setti eitt stykki Íslandsmet í 400 metra skriðsundi í flokki S12. En það var hann Már okkar Gunnarsson. Hann synti á 4.58,11 mín. Frábær árangur hjá þessum unga manni. Hjartanlega til hamingju Már! Erum stolt af þér!

 
  • 1
Flettingar í dag: 185
Gestir í dag: 77
Flettingar í gær: 136
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 379025
Samtals gestir: 89983
Tölur uppfærðar: 20.10.2020 17:21:55