Markmið og tilgangur NES

 

NES hefur það að markmiði að efla gott íþróttastarf fyrir fatlaða, gefa fötluðum

tækifæri á að iðka íþróttir á jafnréttisgrundvelli, að mæta einstaklingum þar sem


þeir eru og þeir fái að njóta sín.


Tilgangur NES er að bjóða uppá íþróttir fyrir alla, huga að andlegri og líkamlegri


vellíðan iðkenda, stuðla að heilbrigði iðkenda. Einstaklingurinn fái að njóta sín,


jafnt í liða og einstaklings íþróttum.


Boðskapur NES er að það sé réttur allra að stunda íþróttir, allir fái tækifæri sama


hver fötlun þeirra sé. NES vill auka færni einstaklinga til að njóta betra lífs með


þátttöku í liða og félagsstarfi.


Það sem NES stendur fyrir er jöfn tækifæri, heilsa, heilbrigði, félagsskapur, góð


þjálfun, árangur og metnaður. Við viljum að iðkendur og almenningur tengi þessi


hugtök við félagið og sig sjálfa, að iðkendur vilji taka þátt á sínum forsendum og


finni sinn stað innan félagsins hvort sem það sé vegna félagsskapar, vellíðunar


eða árangurs.


NES er fyrir alla einstaklinga á öllum aldri sem eiga við einhvers konar fötlun eða


röskun að stríða.


Flettingar í dag: 143
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 455
Gestir í gær: 54
Samtals flettingar: 410824
Samtals gestir: 101095
Tölur uppfærðar: 7.5.2021 18:54:30