17.03.2014 19:49

Samstarfssamningur Nes og Sandgerðisbæjar

 

Þann 17. mars 2014 undirrituðu Nes og Sandgerðisbær samstarfssamning til 2 ára.  Aðilar samkomulagsins eru sammála um mikilvægi starfsemi Nes sem hefur það að markmiði að skipuleggja íþrótta- og félagsstarf fyrir fatlaða á Suðurnesjum. Með samkomulaginu skuldbindur Nes sig til þess að halda uppi faglegu íþrótta- og félagsstarfi fyrir fatlaðra á svæðinu og Sandgerðisbær skuldbindur sig til að leggja starfsseminni lið með fjárstuðningi. Á myndinni undirrita Guðmundur Sigurðsson, formaður Nes, Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri Sandgerðis, og Vilhjálmur Þór Jónsson, íþróttamaður fatlaðra í Reykjanesbæ 2013, samninginn.

 

Flettingar í dag: 13
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 38
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 345734
Samtals gestir: 80664
Tölur uppfærðar: 5.4.2020 00:24:16