Skráning á æfingar hjá okkur er á:

https://nessport.felog.is/

 

Styrktarsjóður Nes og Skötumessunnar

NÚVERANDI REGLUGERÐ FYRIR STYRKTARSJÓÐ NES OG SKÖTUMESSUNNAR

 

Sjóðurinn heitir:

Sjóðurinn heitir Styrktarsjóður Nes og Skötumessunnar og er stofnaður af stjórn Íþróttafélagsins Nes 17. júlí 2013 með stofnframlagi Skötumessunnar í Garði 2013 að upphæð kr. 100.000.- og RJ, læknis, að upphæð kr. 100.000.-.

Tilgangur sjóðsins er:

A) Að styrkja einstaklinga eða hópa innan Íþróttafélagsins Nes er taka þátt í alþjóðlegri íþróttakeppni  á vegum Íþróttasambands Íslands og Special Olympics.

B) Að styrkja undirbúning og þátttöku í alþjóðlegum íþróttamótum, þegar ætla má að árangur verði það góður að til verulegs sóma verði fyrir land og þjóð. Stjórn Íþróttafélagsins Nes fer með stjórn sjóðsins og ákvarðar allar styrkveitingar. Starfstími sjóðsstjórnar er kjörtímabilið.  Verkefni sjóðsstjórnar er að afgreiða umsóknir um styrkveitingar, sjá um fjármál og kynningarstarfsemi sjóðsins. Vörslu sjóðsins og reikningshald annast gjaldkeri Íþróttafélagsins Nes.

 

Tekjur sjóðsins eru:

A) Styrkir frá samstarfs- og styrktaraðilum.

B) Frjáls framlög og söfnunarfé.

c) Framlag frá Nes samkvæmt samþykki aðalundar, þó aldrei meira en sem nemur 20% af rekstrarafgangi reikningsársins.

 

 

Um styrkveitingar:

Sjóðstjórn er heimilt að skilyrða styrkveitingu því að íþróttamaðurinn leggi fram æfinga- og keppnisáætlun og skili greinargerð til stjórnar Styrktarsjóðs Nes og Skötumessunnar um ráðstöfun styrksins.  Styrkupphæðirnar miðast við fjárhagslega getu sjóðsins hverju sinni og tilkostnað við þátttökuna. Styrkir Styrktarsjóðs Nes og Skötumessunnar eru fyrst og fremst til þess að greiða kostnað við keppni.   Einungis þeir íþróttamenn sem stunda íþrótt sína með áframhaldandi keppni og afrek fyrir augum, geta fengið styrk úr sjóðnum. Styrkveitingin er því ekki verðlaun fyrir unnin afrek, þótt þau séu lögð til grundvallar, heldur aðstoð og hvatning til frekari og áframhaldandi keppni og afreka.  Umsóknir skulu berast stjórn Styrktarsjóðs Nes og Skötumessunnar á þar til gerðum eyðublöðum sem stjórn sjóðsins lætur í té.   Aðeins skráðir iðkendur hjá Íþróttafélaginu Nes geta verið umsóknaraðilar, hvort heldur um er að ræða styrkveitingar til einstaklinga eða hópa og verða að stunda æfingar að staðaldri hjá Nes.

Umsóknaraðili verður að greiða æfingagjöld til Íþróttafélagsins Nes og verður að vera skuldlaus við félagið.  Sjóðsstjórn er þó heimilt að hafa frumkvæði að einstökum styrkveitingum, sem koma þó því aðeins til framkvæmda að fyrir liggi samþykki meirihluta stjórnar.

Umsóknir skulu geymdar hjá Íþróttafélaginu Nes.

Umsóknir um styrk skulu berast stjórn sjóðsins 2 mánuðum fyrir styrktarhæft verkefni ár hvert.  Stjórn Styrktarsjóðs Nes og Skötumessunnar skal svara skriflega öllum umsóknum sem berast sjóðsstjórninni.  Sjóðsstjórn áskilur sér rétt til þess að fella tafarlaust niður styrkveitingar til einstaklinga og flokka ef aðstæður breytast, eða sjóðsstjórn hafa verið gefnar rangar eða villandi upplýsingar.  Í samræmi við gildandi reglur skulu allir íþróttamenn sem þiggja styrk úr Styrktarsjóði Nes og Skötumessunnar hlíta þeim reglum sem Íþróttafélagið Nes setur um almenna siða- og agareglum sem gilda um framkomu íþróttamanna innan vallar sem utan.

Starfsreglur þessar eru settar af stjórn Íþróttafélagsins Nes og öðlast gildi að fenginni staðfestingu hjá stjórn Íþróttabandalags Reykjanesbæjar og stjórn Skötumessunnar í Garði.

Reglugerð þessi er sett af stjórn Íþróttafélagsins Nes 26. mars 2014 og tekur þegar gildi.

 

 

Flettingar í dag: 49
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 137
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 435394
Samtals gestir: 108259
Tölur uppfærðar: 21.9.2021 19:17:24

Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Nafn:

Íþróttafélagið NES

Afmælisdagur:

17 nóvember 1991

Staðsetning:

Suðurnes, Ísland

Um:

Lottónúmer NES er; 234. Við þökkum fyrirfram fyrir veittan stuðning

Tenglar